Fréttir

Fyrirhuguð stækkun skuldabréfaflokksins VIV 14 1

Stjórn ÍV sjóða hf. samþykkti á fundi sínum 25. maí 2016 að stækka skuldabréfaflokkinn VIV 14 1 sem gefinn er út af Veðskuldabréfasjóði ÍV um ISK 2.002.200.000 að nafnverði. Eftir stækkun verður flokkurinn ISK 7.252.200.000 að nafnverði.
Bréfin eru seld hlutdeildarskírteinishöfum Veðskuldabréfasjóðs ÍV, í samræmi við fjárfestingarloforð.

Í kjölfar birtingar uppfærðrar útgáfulýsingar er áætlað að bréfin verði tekin til viðskipta á Nasdaq OMX Iceland í viku 24 til 25 2016.

Íslensk verðbréf hafa umsjón með stækkun flokksins.


Svæði

ÍV sjóðir hf. | Hvannavellir 14 - 600 Akureyri  | Sími 460 4700 | ivsjodir@ivsjodir.is | Kt. 491001-2080 | Lagalegur fyrirvari