Fréttir

FME staðfestir lýsingu Veðskuldabréfasjóðs ÍV

VÍV 14 1 - Veðskuldabréfasjóður ÍV - Birting lýsingar

Útgefandi: Veðskuldabréfasjóður ÍV - fagfjárfestasjóður., kt: 541112-9950, Strandgötu 3, 600 Akureyri.

Veðskuldabréfasjóður ÍV hefur birt lýsingu sem samanstendur af samantekt dagsettri 7. desember 2015, verðbréfalýsingu dagsettri 7. desember 2015 og útgefandalýsingu dagsettri 29. apríl 2015, og uppfærð er í 8. kafla verðbréfalýsingar dagsettri 7. desember 2015. Lýsingin er birt í tengslum við umsókn um stækkun skuldabréfaflokksins VIV 14 1 sem skráður er á aðalmarkað NASDAQ Iceland hf. Lýsingin hefur verið staðfest af Fjármálaeftirlitinu í samræmi við ákvæði laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007.

Lýsingin er gefin út á íslensku. Rafræn eintök má nálgast á vefsíðu félagsins, http://www.viv.is/

Nafnverð útgáfu

Skuldabréfaflokkurinn VIV 14 1 stækkar um ISK 2.250.000.000 að nafnvirði. Viðbótin er seld til eigenda Veðskuldabréfasjóðs ÍV í samræmi við fjárfestingarloforð. Stærð flokksins verður eftir stækkun ISK 5.250.000.000 en heildar heimild til útgáfu er ISK 7.252.200.000.

Áætluð taka skuldabréfanna til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf.

Sótt hefur verið um töku bréfanna til viðskipta samhliða útgáfu þeirra.

Skilmálar skuldabréfanna

Skuldabréfin eru verðtryggð með vísitölu neysluverðs og bera fasta 3,5% vexti. Vextir greiðast einu sinni á ári, þann 1. maí ár hvert, af verðtryggðum höfuðstól, en höfuðstóll greiðist á lokagjalddaga þann 1. maí 2044. Bréfið var fyrst gefið út 8. maí 2014. Fyrsti greiðsludagur vaxta var 1. maí 2015.

Auðkenni skuldabréfaflokksins

Auðkenni skuldabréfaflokksins í viðskiptakerfi NASDAQ Iceland hf. er VIV 14 1, ISIN númer bréfanna er IS IS0000024818. Skuldabréfin eru gefin út rafrænt hjá Nasdaq Verðbréfamiðstöð hf.


Svæði

ÍV sjóðir hf. | Hvannavellir 14 - 600 Akureyri  | Sími 460 4700 | ivsjodir@ivsjodir.is | Kt. 491001-2080 | Lagalegur fyrirvari